141. löggjafarþing — 12. fundur,  26. sept. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[19:03]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það kemur fram í máli hv. þingmanns að það sem gerðist var að lögum var breytt og hv. þm. Einar K. Guðfinnsson er ósáttur við löggjöfina. En áttu ráðherrarnir þá ekki að fara að lögum af því að hv. þingmaður er ekki alveg ánægður með þá löggjöf? Það er vandlifað að vera ráðherra í dag.