144. löggjafarþing — 12. fundur,  24. sept. 2014.

útreikningur nýrra neysluviðmiða fyrir íslensk heimili.

18. mál
[17:54]
Horfa

Flm. (Elsa Lára Arnardóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hvað á ég við með þessu? Nú skil ég ekki einu sinni mína eigin skrift á blaðinu sem ég hef verið að rissa á eftir því sem hv. þingmaður velti fyrir sér. Jú, hann talar um að neysla heimila sé ólík í dag frá því sem var fyrir fjölda ára og verður það eflaust um ókomna framtíð þar sem neyslan tekur ýmsum breytingum. Því er ég hjartanlega sammála og ég tel að það sé bara eðlileg þróun.

Þegar talað er um að lifa mannsæmandi lífi tel ég bara að fólk eigi í sig og á, eigi og geti verslað þessa hóflegu matarkörfu út frá viðmiðum og samkvæmt fjölskyldustærðum. Þetta er bara umræða sem þarf að taka opinberlega og ég held að mjög hollt sé að taka umræðuna um þetta, velta sér upp úr þessu, hafa það gagnsætt og komast að niðurstöðu.