146. löggjafarþing — 12. fundur,  22. des. 2016.

fjárlög 2017.

1. mál
[17:31]
Horfa

Smári McCarthy (P) (andsvar):

Herra forseti. Ég samþykki þau rök að markmiðið sé ekki að stuðla að einhverju kjördæmapoti eða þess háttar sem er vissulega ein afleiðinga þess að umræðan um fjárlög sé tekin niður á þetta mjög smágerða og fíngerða stig sem hefur verið fram að þessu. En þó finnst mér einhvern veginn eins og þessi stóru atriði, þessir stóru pottar, sem verið er að sýsla með núna skili okkur ekki endilega nógu mikilli stjórn yfir þeirri umræðu sem hér fer fram. Ég spyr hv. þingmann: Er þetta stig nægilega gott? Myndi hv. þingmaður vilja sjá stærri eða smærri einingar í fjárlagavinnu næsta árs?