149. löggjafarþing — 12. fundur,  27. sept. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[12:48]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég rökstyð það bara með því að lesa frumvarpið þar sem þingmenn eru beðnir að ákveða forsendur (Sjútvrh.: Verð á fiski.) fyrir útreikningi á verði á fiski. (Sjútvrh.: Verð á fiski.) Veiðigjaldið, verðið sem þjóðin fær fyrir fiskinn. Það er nákvæmlega það sem við erum að vinna með hér, nákvæmlega það sem við fáum út þegar við lesum þetta frumvarp. Ég spyr bara hæstv. ráðherra á móti: Hefur hæstv. ráðherra látið reikna það út eða eru til um það tölur hvert veiðigjaldið væri í dag ef lögin frá 2012 væru í fullu gildi? Hvert væri þá veiðigjaldið í dag? Þar var gert ráð fyrir að hlutdeild þjóðarinnar í auðlindarentunni myndi hækka í skrefum. Hvert væri veiðigjaldið þá? Og til þess að vera alveg skýr við hæstv. ráðherra legg ég til að við förum í útboð á aflaheimildum (Forseti hringir.) og spyrjum útgerðina hvað hún er tilbúin að borga fyrir kílóið af makríl.