149. löggjafarþing — 12. fundur,  27. sept. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[14:57]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hvar kom það fram að ég væri andvígur því að útgerðin greiddi þetta gjald? Ég sá ekki betur en að hv. þingmaður sæti í salnum þegar ég flutti ræðuna. Ég sagði það aldrei nokkurn tímann. En guði sé lof, virðulegi forseti, fyrir að íslenskur sjávarútvegur er jafn vel rekinn og hann er, best rekni sjávarútvegur mögulega á Vesturlöndum. Í öðrum þjóðþingum er verið að ræða styrki til sjávarútvegs. Eigum við að gleyma því? Framlegð er góð í íslenskum sjávarútvegi. Hún er óvíða betri í nokkru öðru atvinnulífi á Íslandi.