149. löggjafarþing — 12. fundur,  27. sept. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[16:10]
Horfa

Sigríður María Egilsdóttir (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni svörin þó að ég geti ekki fallist á þær röksemdir að ekki sé sömuleiðis tilefni til slíks varnagla í lögunum.

Hvað varðar umræðuna sem átti sér stað áðan um notkunina á orðinu þjóðnýting sagði Hæstiréttur árið 2013 að Alþingi gæti í skjóli valdheimilda sinna ákveðið að úthlutaðar veiðiheimildir skyldu innkallaðar á hæfilegum aðlögunartíma og eftir atvikum endurúthlutað.

Ég get því heldur ekki fallist á að um þjóðnýtingu væri að ræða. Telur hv. þingmaður að Hæstiréttur hafi haft rangt fyrir sér í þessu máli?