149. löggjafarþing — 12. fundur,  27. sept. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[17:55]
Horfa

Sigríður María Egilsdóttir (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Viðreisn telur ekki og er ekki sammála vini þínum, lögfræðingnum, sem taldi að bætur þyrftu að koma fyrir við innköllun þessara réttinda. Fyrr vísaði ég í dóm Hæstaréttar frá árinu 2013, það var líka staðfest árið 2000, þ.e. nokkru fyrr, um að unnt sé að innkalla þessar veiðiheimildir aftur sé það gert í smáum skrefum og yfir einhvern ákveðinn tíma. Það er þá til að tryggja atvinnuöryggi þeirra sem fengu kvótann með þessari ívilnandi stjórnsýsluathöfn á sínum tíma.

Hæstiréttur talaði hins vegar ekki um og vísaði ekki til þess að bætur þyrftu að koma fyrir. Ég tek bara orðum Hæstaréttar í því máli.