133. löggjafarþing — 12. fundur,  16. okt. 2006.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[16:19]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Forseti vill eindregið fara fram á það við hv. þingmenn að þeir haldi sig við að ræða um fundarstjórn forseta en ræði ekki efnislega um mál. Forseti vill líka ítreka að hann hefur þegar látið í ljós skoðun sína á þessu máli, að dagskráin verður í þessari röð þannig að ekki þarf að ræða það neitt frekar, það er bara venju samkvæmt hér á hinu háa Alþingi.