133. löggjafarþing — 12. fundur,  16. okt. 2006.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[16:22]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Forseti vill enn og aftur ítreka þau tilmæli sín að hv. þingmenn haldi sig við að ræða um fundarstjórn forseta en ekki efnislega um málsmeðferðina á málinu.

Enn fremur vill forseti láta þess getið að hæstv. menntamálaráðherra hefur lagt sig fram um að greiða fyrir öðrum störfum á hinu háa Alþingi og hefur því þurft að bíða nokkuð með sín mál hér, þannig að það er nú ástæðan fyrir því að þessi mál eru á dagskrá í dag en ekki fyrr á þessu þingi.