149. löggjafarþing — 12. fundur,  27. sept. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[14:22]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir andsvarið. Ég verð að viðurkenna að mér varð svo um fyrri spurninguna, vegna þess að ég kannast ekki við að hafa sagt eða gefið í skyn að núverandi fiskveiðistjórnarkerfi væri ekki nýtt á sjálfbæran hátt, ég bara kannast ekki við að það hafi komið fram í máli mínu … (Gripið fram í.) Ókei. Nei, ég tel það ekki vera enda er það ekki til umræðu hér að mínu viti. Við erum að tala um veiðigjaldafrumvarp.

Eins og ég sagði varð mér svo um og leitaði svo mikið að fyrri hlutanum að seinni spurning hæstv. ráðherra fór fram hjá mér sem er öllu verra. [Hlátur í þingsal.] Ég bið hann að koma hingað upp aftur. Það er þá gott að misskilningnum er eytt. Ég tel svo ekki vera. Ég er aðdáandi núverandi fiskveiðistjórnarkerfis, svo langt sem það nær, í því hvernig greininni er stýrt.