149. löggjafarþing — 12. fundur,  27. sept. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[17:54]
Horfa

Páll Magnússon (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þetta er þá það sem var kallað fyrningarleiðin sem Viðreisn vill fara. Þá er bara fínt að það sé á hreinu.

Hv. þingmaður var dálítið í lögfræði í ræðu sinni áðan og notaði hugtök sem manni eru kannski ekki töm. Ég man þó eftir einum lögfræðifrasa sem ég ætla að bera undir hv. þingmann af því að ég veit að hún kann örugglega meira um hann en ég. Því hefur verið haldið fram af lögfræðingum að ef menn ætluðu að fara þessa leið væri um að ræða að veiðiheimildirnar upphaflega fælu í sér það sem í lögfræðinni heitir ívilnandi stjórnarathöfn og verður ekki tekin til baka nema með bótum. Er það sú leið sem hv. þingmaður vill fara og þar með Viðreisn?