152. löggjafarþing — 12. fundur,  16. des. 2021.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

167. mál
[17:02]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Ég held ekki að samvinnan eða samstarf á milli ráðuneyta hafa verið lélegt á síðasta kjörtímabili en ég tel að með flutningi á ýmsum málaflokkum á milli ráðuneyta sem eiga betur þar heima, eins og t.d. á skógræktinni og landgræðslunni inn í landbúnaðarráðuneytið eða matvælaráðuneytið, þá sé betri yfirsýn og athygli á þann málaflokk sem í heild sinni ætti að eiga heima þar undir. Þetta getur átt við um fleiri ráðuneyti og fleiri málaflokka. Þegar verið er að færa einhverjar deildir eða málaflokka á milli þá fylgja vonandi með starfsmenn sem eru bæði með reynslu og þekkingu á því sviði á milli ráðuneyta. Mér finnst það mjög eðlilegt og bara til bóta.