154. löggjafarþing — 12. fundur,  10. okt. 2023.

afsögn fjármála- og efnahagsráðherra.

[13:42]
Horfa

Orri Páll Jóhannsson (Vg):

Virðulegur forseti. Þar sem kallað er eftir viðbrögðum stjórnarliða hér þá er mér bæði ljúft og skylt að koma upp. Það er alveg rétt sem nokkrir hv. þingmenn hafa sagt hér, það féllu ansi mörg orð í þessari umræðu og með réttu eða röngu. Hér gerðist ég ásamt fleirum aðilum ekki sekur um það heldur notaði orðalagið að velta við hverjum steini. En við höfum líka verið að því með því að nýta okkur þær stofnanir og þau apparöt, ef ég leyfi mér að sletta, virðulegi forseti, sem eiga að vera okkur til hjálpar í að greiða úr málum og komast að niðurstöðu. Nú liggur fyrir álit trúnaðarmanns Alþingis sem ráðherra hefur brugðist pólitískt við og það þykir mér rétt niðurstaða og fagna henni.