149. löggjafarþing — 120. fundur,  11. júní 2019.

umferðarlög.

219. mál
[16:02]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Brynjari Níelssyni fyrir ágætisræðu. Ég get svo sem byrjað á að afgreiða hjálmaumræðuna þannig að í mínu tilviki væri mun mikilvægara að vera með hné- og olnbogavarnir en höfuðvarnir. Ég sé að hv. þm. Brynjar Níelsson tekur undir það og er sammála. Ég vissi það fyrir.

En varðandi gagnrýni hans á breytingartillögu mína þess efnis að horft verði til þess að þvagprufur séu nýttar við þetta mat er inntakið í umferðarlögum að mínu mati að draga úr áhættusækni. Ég tel fullvíst að þingmaðurinn telji eðlilegt að einstaklingur yrði sektaður fyrir hraðabrot sem næðist á mynd þótt hann hefði komist heilu og höldnu heim til sín. Þykir hv. þingmanni það fráleit nálgun að (Forseti hringir.) sams konar varúðarnálgun, svona fælniaðgerð, felist í því að þvagprufan sé hanteruð með sama hætti?