149. löggjafarþing — 120. fundur,  11. júní 2019.

öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða.

416. mál
[17:50]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Þetta mál hefur tekið mörgum góðum breytingum frá því það var lagt fyrst fram í samráðsgátt stjórnvalda og í meðhöndlun nefndarinnar. En það er eitt atriði sem stendur eftir að mínu mati, kostnaðaráhrif frumvarpsins. Það er talað um meira en 500 milljónir á ári og ekkert sérstaklega gerð grein fyrir því í hvað sá peningur eigi að fara. Við höfum glöð samþykkt allar þær betrumbætur sem hafa komið á frumvarpinu en kostnaðarspurningunni er einfaldlega ósvarað og hefur verið ósvarað í umræðunum um málið.

Við sitjum því hjá við afgreiðslu málsins í heild.