149. löggjafarþing — 120. fundur,  11. júní 2019.

umferðarlög.

219. mál
[17:56]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Ágæti þingheimur. Ég vil bara stuttlega koma inn á það sem hv. þm. Helgi Hrafn Gunnarsson nefndi rétt áðan, að hér er verið að greiða atkvæði um breytingartillögu sem ég lagði fram fyrr í dag sem snýr að því að þessi mál verði í meginatriðum hanteruð með sama hætti og hingað til hefur verið. Í þessu felst ekkert mannréttindabrot. Þarna er verið að ýta undir varúðarregluáhrif eða -nálgun umferðarlaganna en taka út úr lagatextanum þá skilgreiningu sem athugasemdir hafa verið gerðar við. Ég tel að þeim sem vilja ýta undir varúðaráhrif umferðarlaganna sé í rauninni fært hér tækifæri til að viðhalda því að akstur þegar fíkniefni greinast í þvagi sé áfram óheimill. Það er það sem lagt er til með þessari breytingartillögu.