149. löggjafarþing — 120. fundur,  11. júní 2019.

umferðarlög.

219. mál
[16:05]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka andsvarið. Auðvitað vissi enginn nema kúnni hv. þingmanns á sínum tíma hvort um var að ræða tvo mánuði eða einhverja aðra tímalengd frá því að neyslu lauk. Það breytir því ekki að með þessari breytingartillögu er lagt til að þessi háttsemi vegna fíkniefna í þvagi verði álitin ólögleg. Ýmislegt má eflaust heimfæra með sama hætti, að það geti talist til fælingarmarkmiða lagasetningar, og það á ekki bara í umferðarlögunum. Það er víðar. Ég trúi ekki að hv. þingmaður leggi það að jöfnu að þetta sé álitið óforsvaranleg nálgun (Forseti hringir.) en á sama tíma sé hann sammála því að refsa megi mönnum (Forseti hringir.) fyrir að hafa komist klakklaust heim fullir eða eftir hraðakstur af því að þar varð enginn skaði.

(Forseti (ÞorS): Forseti minnir hv. þingmenn á tímamörk.)

Ég náði ekki að kára því að hæstv. forseti sló svo hratt.