149. löggjafarþing — 120. fundur,  11. júní 2019.

umferðarlög.

219. mál
[16:15]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þingmaður segir að hann muni ekki banna fólki að aka undir áhrifum fíkniefna eða áfengis nema það hafi ekki hæfni til þess. Hvernig sér hv. þingmaður fyrir sér að þessi hæfni sé mæld? Hvaða viðmið sér hann fyrir sér til að úrskurða um hæfni ökumanna til þess að valda ekki bara tjóni á sjálfum sér heldur líka öðrum? Þegar fólk er undir stýri ber það ekki bara ábyrgð á sjálfu sér heldur líka öðru fólki í umferðinni og þar með öðru fólki sem er í bifreiðinni.