149. löggjafarþing — 120. fundur,  11. júní 2019.

umferðarlög.

219. mál
[16:16]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Auðvitað berum við öll ábyrgð á sjálfum okkur og öðrum þegar við erum í umferðinni. Þess vegna þarf að vanda sig. Ég verð oft var við það að þó að menn séu ekki undir áhrifum neinna efna geta þeir líka verið óhæfir til aksturs, t.d. þreyttir eða syfjaðir. Fólk áttar sig á því að þá er það óhæft til aksturs. Það getur sætt refsiábyrgð fyrir slíkt og misst ökuleyfi. Það hefur gerst.

Ég er bara að segja að það eru einhverjir sérfræðingar sem meta hvenær eitthvert magn áfengis, hvenær fíkniefni sem ekki er í blóði, hafi áhrif á hæfni viðkomandi til aksturs. Ef það hefur ekki áhrif á hæfni viðkomandi ætla ég ekki að hafa einhver boð og bönn í því. Það hvarflar ekki að mér, hv. þingmaður. Hið sama á við um allt í lífinu. Ég er hins vegar ekkert á móti einhverju öryggi. Ég er ekki á móti öryggisbeltum. (Forseti hringir.) Ég er ekki á móti því að menn noti hjálm, síður en svo.