149. löggjafarþing — 120. fundur,  11. júní 2019.

helgidagafriður.

549. mál
[17:37]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Frú forseti. Ég vil við þessa atkvæðagreiðslu gera grein fyrir atkvæði mínu og flokksfélaga minna í Miðflokknum. Þarna er m.a. verið að færa, ef svo má segja, upptalningu helgidagafrídaga úr lögum um helgidaga yfir í lög um 40 stunda vinnuviku. Mér þykir þetta lítt skemmtileg áferð, ef svo má segja. Ég held að óbreytt ástand sé prýðilegt og við teljum að það að færa þessa helgidagaupptalningu yfir í lög um 40 stunda vinnuviku sé einhver millilending í því að setja hana bara að fullu inn í gerð kjarasamninga. Það kæmi mér á óvart ef það væri meiri hluti fyrir slíkri ákvörðun á þinginu.