149. löggjafarþing — 120. fundur,  11. júní 2019.

loftslagsmál.

758. mál
[18:40]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Fyrst að fyrra atriðinu varðandi framleiðslu hér heima og að við nýtum heimaframleiðsluna í auknum mæli, það á ekki hvað síst við um matvæli. Þetta er einmitt lýsandi dæmi um það sem hægt er að gera til að hafa raunveruleg jákvæð áhrif og ég hafði raunar hugsað mér að gera það að viðfangsefni sérstakrar ræðu síðar í umræðunni. Það er mjög áhugavert að skoða hversu miklu máli það skiptir fyrir umhverfið að við stöndum vörð um okkar eigin matvælaframleiðslu og þeim mun undarlegra að sjá hvernig vegið er að matvælaframleiðslunni á sama tíma af þeim sem í mörgum tilvikum telja sig vera málsvara umhverfisins.

Varðandi ferðamennina hefur mér alltaf þótt ákaflega sérkennilegt að skrifa losun vegna ferðamanna sem fljúga yfir landið eða lenda hérna á Ísland.

Ég næ því miður ekki að klára þetta en ég mun koma betur inn á það síðar.