131. löggjafarþing — 121. fundur,  3. maí 2005.

Lífeyrissjóður bænda.

696. mál
[15:33]

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hef kannski tekið rangt eftir en mér fannst ég heyra að hv. þingmann segja að réttindi í Lífeyrissjóði bænda hefðu hækkað úr 6% í 7%. (Gripið fram í.) Verður samkvæmt þessu, segir hv. þingmaður.

Það er víða búið að semja um þessa breytingu, úr 6% í 7% og síðan í 8% á almenna vinnumarkaðnum. Ég held að það sé rétt sem segir í athugasemdum við frumvarpið að almennt er það svo á vinnumarkaðnum. Á að skilja þessi orð hv. þingmanns þannig að hún hafi vitneskju um að gerður verði samningur milli ríkisins annars vegar og Bændasamtakanna hins vegar um að þessar prósentur hækki úr 6% í 7% og síðan úr 7% í 8%, þannig að það verði þá samræmi á almenna vinnumarkaðnum við það sem sagt er í greinargerðinni? Ef svo er fagna ég því.