149. löggjafarþing — 121. fundur,  12. júní 2019.

innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.

637. mál
[11:29]
Horfa

Smári McCarthy (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég var á nefndaráliti meiri hlutans með fyrirvara og hann snýr að því að þó að það sé rétt að sjóðurinn standi mjög vel í dag og sé í rauninni ekki beint ástæða til að gera þetta ekki, að svo stöddu, hafi verið fínt að lækka þetta iðgjald og enn fremur er ég mjög hlynntur því að við séum að þrepaskipta til stuðnings þeim fyrirtækjum sem eru þá smærri. Ég er á því að við þurfum að hugsa svolítið vel um þetta mál, jafnvel bara strax í haust, og skoða það nánar hvernig þetta kemur til með að vera til framtíðar, hvernig þetta kemur til með að þróast í ljósi þess að við höfum séð áföll hjá Tryggingarsjóði innstæðueigenda áður. Þetta er svolítið fallvalt þannig að ég held að það þurfi að skoða í breiðari skilningi hvernig við ætlum að nálgast þessi mál til framtíðar.