149. löggjafarþing — 121. fundur,  12. júní 2019.

fiskeldi.

647. mál
[14:07]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Kolbeinn Óttarsson Proppé) (Vg) (andsvar):

Forseti. Hv. þingmaður spurði hvort ég gæti svarað þessu. Nei, ég ætla að játa þá vanþekkingu mína að geta ekki á einni mínútu farið yfir stóru myndina um nákvæmlega hve mikil verðmæti eða hve mikill fjöldi starfa verður. Ég játa á mig vanþekkingu í því.

Það er hárrétt að í fiskeldi horfa menn til verðmætasköpunar. Ég held að það sé líka mikilvægt að horfa til fleiri hluta. Ég horfi á heiminn allan og sé þar að hvar sem okkur ber niður er fólk að huga að matvælaframleiðslu, huga að ræktun, hvernig eigi að rækta prótein, þannig að það skilji eftir sig sem minnst kolefnisspor. Öll lönd sem hafa færi á því horfa til fiskeldis. Hér er fiskeldi, eins og hv. þingmaður kom inn á. Það eru til skýrslur. Svörin við spurningum hv. þingmanns eru því til þó að ég sé ekki með þau í kollinum. En fyrir mér er það ekki síður hluti af stóru myndinni.