149. löggjafarþing — 121. fundur,  12. júní 2019.

fiskeldi.

647. mál
[14:14]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanninum svarið. Í þessu samhengi vil ég brýna hv. þm. Kolbein Óttarsson Proppé sem framsögumann meirihlutaálitsins til þessa verks. Nú eru 24 dagar síðan málið var lagt fram þannig að það hefur verið drjúgur tími til að vinna og undirbúa og ég held að það sé alger nauðsyn að teikna upp þessar sviðsmyndir. Það ætti auðvitað að liggja fyrir við 2. umr., fyrsti tíminn er bestur, en það þarf að gerast. Ef verið er að skoða mismunandi útfærslur á því hvernig skurðarlínan verður dregin gagnvart leyfisveitingum og fyrirliggjandi umsóknum um leyfi er nauðsynlegt að þingheimur hafi sviðsmynd af því hvaða áhrif hver útfærsla hefur miðað við þær umsóknir sem nú liggja fyrir. Það er bara lágmarkskrafa þingmanna að geta séð það svart á hvítu, það komi ekki bara í ljós einhvern tíma seinna, því það eru töluverðir hagsmunir undir.