Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 121. fundur,  8. júní 2023.

tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna.

939. mál
[20:17]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Líneik Önnu Sævarsdóttur fyrir þetta svar. Í ljósi þess að við þingmenn fáum ekki oft afgreidd frumvörp hér í þessum sal, og jafnvel enn síður þingmenn í stjórnarliðinu, tel ég mjög mikilvægt að þegar svona gott frumvarp er lagt fram, eins og frumvarp hv. þm. Hildar Sverrisdóttur er, fái það umfjöllun samhliða. Ég veit að það er umræða um það hvernig við eigum að vinna með þessi mál inn í framtíðina og ég þakka hv. þingmanni því fyrir svarið og ítreka mikilvægi þess að svona frumvörp fái áheyrn og umfjöllun samhliða ef sambærilegt mál liggur fyrir eins og er í þessu tilfelli.