149. löggjafarþing — 121. fundur,  12. júní 2019.

beiðni um frestun umræðu.

[13:25]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Frú forseti. Margt gæti mönnum dottið í hug að segja af þessu tilefni en það ætla ég að láta ógert. Það er rétt sem hér kom fram að við stöndum frammi fyrir óvenju flóknum viðræðum og þinglokum. Stjórnarandstaðan, a.m.k. þeir fjórir flokkar sem hafa unnið saman, hefur sýnt alla þá sanngirni, þolinmæði og umburðarlyndi sem mögulegt er við þessar aðstæður. Og til að því sé haldið til haga þá höfum við líka átt ágætissamskipti við hæstv. forsætisráðherra, en hún virðist ekki alltaf vera samstiga forseta. En það vil ég segja við hv. þingmann Kolbein Óttarsson Proppé að það er rétt að það skiptir máli að sýna búhyggindi en það þýðir ekkert að hlaupa bara út með hrífurnar (Forseti hringir.) áður en fólk er búið að koma sér saman um hvernig á að vinna verkið.