149. löggjafarþing — 121. fundur,  12. júní 2019.

fiskeldi.

647. mál
[14:10]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Kolbeinn Óttarsson Proppé) (Vg) (andsvar):

Forseti. Ég minni á tillögu bæði í frumvarpinu og í nefndarálitinu um hækkun gjalds í umhverfissjóð sjókvíaeldis. Ég minni á frumvarpið sem við erum ekki byrjuð að ræða sem snýr að gjaldtöku í fiskeldi. Það er hugað, bæði í frumvarpi og nefndaráliti, að akkúrat þeirri hugsun sem hv. þingmaður kemur inn á.

Hvað gerist ef fiskur sleppur? spyr hv. þingmaður. Ég fór yfir að hér eru t.d. heimildir til að hann verði einfaldlega veiddur. Það er þegar reglugerð um búnað sem þarf að vera fyrir hendi í hverri fiskeldisstöð til að setja net utan um kvína þar sem hún er. Við erum að útvíkka það með leyfi landeigenda upp í ár og vötn. Ef ég man þetta rétt í reglugerðinni er það skylda fiskeldisfyrirtækjanna sjálfra að vera með slíkan búnað.

Þótt það sé kannski ekki stafað, vísað í umræddar reglur sem hv. þingmaður talar um finnst mér þetta frumvarp akkúrat (Forseti hringir.) vera í anda þeirra.