149. löggjafarþing — 121. fundur,  12. júní 2019.

fiskeldi.

647. mál
[14:11]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. framsögumanni Kolbeini Óttarssyni Proppé fyrir ræðuna. Það sem mig langar að koma inn á í þessu stutta andsvari snýr að grein sem hv. þingmaður flaggaði í byrjun ræðu sinnar að yrði hanteruð milli 2. og 3. umr. Ég verð að viðurkenna að það veldur mér nokkrum vonbrigðum að við hér í þingsal undir 2. umr. fáum ekki tækifæri til að rökræða hvernig á því máli verður haldið.

Mig langar að spyrja hv. þingmann: Er staðan sú að ekki er komin niðurstaða um hvaða leið ríkisstjórnarflokkarnir sjái fyrir sér hvað þetta tiltekna atriði varðar?

Hins vegar langar mig að spyrja hvort megi ekki vænta þess að teiknaðar verði upp sviðsmyndir hvað leyfamálin varðar þar sem það liggi fyrir miðað við mismunandi útfærslur hvaða (Forseti hringir.) leyfi sem nú eru í meðferð falla niður eða gilda áfram, út frá hverri leið fyrir sig.