150. löggjafarþing — 121. fundur,  20. júní 2020.

fimm ára samgönguáætlun 2020-2024.

434. mál
[19:09]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Rétt er nú það en forseti vill engu að síður segja við lok umræðna og fundar þennan dag, að það eru honum vonbrigði að við skulum sitja föst á nákvæmlega sama stað og þegar við skildum við dagskrármálin tvö, 5 ára samgönguáætlun og samgönguáætlun til 15 ára, á fjórða tímanum aðfararnótt föstudagsins. Þá beindi forseti þeim tilmælum til hv. þingmanna Miðflokksins að þeir hugleiddu nú, með tilliti til aðstæðna hér undir þinglok, að reyna að takmarka ræðuhöld sín þannig að okkur miðaði eitthvað áfram með dagskrána. Það má segja að þingmenn Miðflokksins hafi svarað þessu ákalli forseta með því að tala í rétt tæpar átta klukkustundir í viðbót í dag og flytja eitthvað á milli 70 og 80 ræður. Til upplýsingar má nefna að þingmenn Miðflokksins hafa í þessari síðari umræðu um samgönguáætlun samtals talað rétt tæpar 1.000 mínútur, á milli 16 og 17 klukkustundir, og haldið um 160 ræður. Ég bið hv. þingmenn Miðflokksins að sofa á þessum upplýsingum um helgina og sofa vel.