149. löggjafarþing — 122. fundur,  13. júní 2019.

taka gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóður.

710. mál
[15:27]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M):

Hæstv. forseti. Við ræðum nefndarálit um frumvarp til laga um gjald vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð. Ég ætla ekki að lengja umræðuna mikið en það kom fram í ræðu síðasta hv. þingmanns, Ólafs Ísleifssonar, að hann væri á þessu nefndaráliti sem og varamaður sem þá sat fyrir þann sem hér stendur, Jón Þór Þorvaldsson, þannig að ég er ekki á nefndarálitinu en styð það samt.

Eins og kom fram í framsögu hv. þm. Kolbeins Óttarssonar Proppés er gjaldið tekið í skrefum. Þetta verður hóflegt til að byrja með og gætt að því að taka tillit til aðstæðna. Fiskeldið er það ung atvinnugrein að það þarf að gæta réttlætis og þess að greinin og fyrirtækin séu þess bær að geta greitt gjald.

Þetta er mjög gott mál og —

(Forseti (BHar): Forseti spyr hv. hv. þingmann hvort hann væri til í að gera hlé á ræðu sinni. Í ljósi ákveðins samkomulags sem liggur fyrir er hv. þingmaður enn á mælendaskrá í þessu máli.)

Já, það er alveg sjálfsagt.

(Forseti (BHar): Þakka þér fyrir það.)

Ef ég man þá hvað ég ætlaði að segja. Það er ekkert mál.