154. löggjafarþing — 122. fundur,  13. júní 2024.

skipulag þingstarfa.

[10:39]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Herra forseti. Það þarf mikið að ræða; 23 mál á dagskrá dagsins í dag, segir hæstv. forseti. Ég er að velta fyrir mér: Dettur herra forseta í rauninni aldrei í hug að ræða við stjórnarandstöðuna? Ef það er svona mikið um að ræða og það liggur svona á að koma þessum málum í gegnum þingið, af hverju í ósköpunum erum við ekki svara verð? Ég skil ekki þessi vinnubrögð. Ég hef bara aldrei upplifað annað eins í sjö ár sem ég hef verið hér á Alþingi Íslendinga. Ég ætla bara að segja nákvæmlega þetta: Á meðan þið getið ekki talað við okkur eins og við séum hluti af kjörnum fulltrúum hér á Alþingi Íslendinga skulið þið fara að undirbúa jólafríið hér.