154. löggjafarþing — 122. fundur,  13. júní 2024.

skipulag þingstarfa.

[11:07]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Herra forseti. Ég ætla bara að taka það fram að það er alveg nákvæmlega sama hvað þið reynið að gera, þið sem hunsið okkur algerlega, og alveg nákvæmlega sama hvernig er verið að reyna að raða upp þessari dagskrá: Við í stjórnarandstöðunni stöndum saman sem einn maður, svo þið bara vitið það. Við erum komin til að sjá og sigra Sigurjón digra og við ætlum að gera það með góðu eða illu en við hefðum gjarnan viljað gera það með góðu. Ég verð líka að segja um útlendingamálin, við í Flokki fólksins munum styðja það mál, að við höfum margt um það að tala eins og allir hér inni og við munum ekki hika við að tjá okkur um það mál alveg út í það óendanlega ef það er það sem herra forseti ætlar að bjóða upp á.