140. löggjafarþing — 122. fundur,  15. júní 2012.

húsnæðismál.

734. mál
[14:27]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við hv. þingmaður erum þá sammála um þetta. Þá langar mig til þess að spyrja: Getur hv. þingmaður verið sammála mér um að það sé hægt að mæta þessum sjónarmiðum Eftirlitsstofnunar EFTA með þeirri lausn að breyta Íbúðalánasjóði í heildsölubanka sem sæi um fjármögnun á íbúðalánum sem yrðu veitt í gegnum viðskiptabankakerfið? Viðskiptabankarnir mundu þá væntanlega lána frekar á öllu landinu, gætu farið út í áhættusamari lán auk þess sem fjármögnun á íbúðalánakerfinu yrði þá mjög sambærileg milli lánastofnana og mundi ekki leiða til sveiflna út af lausafjárvandamálum á hverjum tíma. Íbúðalánasjóði verði breytt í heildsölubanka, og þannig yrði náð fram (Forseti hringir.) þeim markmiðum sem þarf að ná.