154. löggjafarþing — 122. fundur,  13. júní 2024.

skipulag þingstarfa.

[11:02]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V):

Virðulegi forseti. Kannski í kjölfar orða hæstv. forsætisráðherra, sem birtist hérna nánast með dólg og er síðan rokinn í fýlu út úr salnum, þá finnst mér bara ástæða til að ítreka spurningu sem við í Viðreisn höfum verið að leggja hérna fram fyrir ríkisstjórnina alla: Hvar er virðingin fyrir verkefninu? Við sjáum það alveg og við vitum það öll í þessu þinghúsi að þessa síðustu daga hefur stjórnarandstaðan verið hér inni í þingsal að ræða ágætismál en við vitum að þetta eru ekki þau mál sem mestu máli skipta um þinglok. Ástæðan er sú að ríkisstjórnin hefur ekki getað samið. Ríkisstjórnin getur ekki samið um neitt. Þau eru að rífast um það hvort þau sitji í vinstri stjórn eða hægri stjórn, algerlega búin að gleyma því að verkefnið snýst ekkert um það hver vinnur rifrildið um hvort merkimiðinni heitir vinstri eða hægri heldur að vinna fyrir fólkið í landinu, afgreiða einhver mál. Ég held að það séu 69 mál sem er búið að afgreiða á þessu þingi. Þessi tala liggur alla jafna (Forseti hringir.) í kringum 100, 150 mál. Þau eru verkstola (Forseti hringir.) vegna þess að þau geta ekki talað saman.