154. löggjafarþing — 122. fundur,  13. júní 2024.

skipulag þingstarfa.

[11:08]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Mig langaði bara úr ræðustól að svara herra forseta sem sagði að hann hefði sett á dagskrá mál sem ekki væri mikil óeining um en umræðan hefði farið í sjö, átta klukkutíma. Þá langar mig að minna hæstv. forseta á það að þegar hefur komið hér að málum tengdum Grindavík og tengdum Úkraínu þá höfum við hér í þinginu staðið þétt saman. Og það að ræða mál í meira en einhverjar tvær mínútur er ekki það að tefja heldur það að virkilega vinna vinnuna okkar hér. Mér þykir það ansi leitt þegar hæstv. forseti gerir lítið úr þeirri vinnu sem við gerum með því að kalla það óþarfa að ræða málin. Og koma þá glottin aftur inn í salinn.