138. löggjafarþing — 123. fundur,  14. maí 2010.

þingsályktunartillaga um ákæru á hendur mótmælendum.

[10:50]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (Vg):

Frú forseti. Ég kem hingað til að mótmæla orðum hv. þm. Jóns Gunnarssonar um að við þingmenn Vinstri grænna höfum hvatt til þess að mótmælendur ryddu sér leið inn (JónG: Það var bara …) í húsnæði Alþingis. Ég er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Ég stóð hérna úti og ég fór ekki inn í þessa byggingu og hvatti ekki til þess þannig að ég ætlast til þess að hv. þm. Jón Gunnarsson biðji okkur afsökunar á þessum orðum sínum.

Að lokum vil ég geta þess að mér finnst mjög miður að þessi ákæra hafi farið héðan út frá Alþingi á hendur níumenningunum. (Gripið fram í.)