138. löggjafarþing — 123. fundur,  14. maí 2010.

utanríkis- og alþjóðamál.

611. mál
[15:34]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég vona að hv. þingmaður fyrirgefi mér það þó að ég hafi notað sannfæringu hans hérna aftur og aftur en ég tel að hún sé mjög föst og traust og hægt sé að stóla á hana, að hann muni ekki hvika frá þeirri sannfæringu jafnvel þó að þjóðin kjósi einhvern veginn öðruvísi, að hún breytist ekki við það að talið sé upp úr kjörkössum.

Mér finnst hv. þingmaður einmitt styðja að þjóðaratkvæðagreiðslan eins og hún er sett á svið núna er marklaus. Til þess þarf að breyta stjórnarskránni.