139. löggjafarþing — 123. fundur,  12. maí 2011.

rannsókn á athöfnum þingmanna í tengslum við búsáhaldabyltinguna í janúar 2009.

209. mál
[17:12]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Mig langar að spyrja þingmanninn að tvennu: Telur þingmaðurinn að VG hafi staðið fyrir byltingunni? Mig langar þó að upplýsa hann um að ég mætti aldrei á mótmælin í nafni VG eða með VG heldur til að hvetja til að þáverandi ríkisstjórn, sem var gjörsamlega vanhæf og hafði stuðlað að þriðja mesta hruni mannkynssögunnar, segði af sér.

Mig langaði jafnframt að spyrja þingmanninn að því hvort hann telji það ofbeldi að kasta eggi í hús.