154. löggjafarþing — 123. fundur,  14. júní 2024.

útlendingar.

722. mál
[11:13]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í upphafi þessa þings þá sendi Viðreisn bréf til þáverandi forsætisráðherra og óskaði eftir því að það yrði haft samráð í því að byggja upp, enda miklir hagsmunir undir, skynsamlega, mannúðlega og raunsæja útlendingastefnu. Frumvarpið sem hér um ræðir er að hluta til mikið og gott skref í þá átt og við í Viðreisn styðjum nákvæmlega það sem kemur þarna fram, m.a. í þeim tilgangi að bæta stjórnsýsluna, stytta tímann og draga úr kostnaði. Allt eru þetta mikilvæg skref en á móti eru þarna líka skref tekin sem við getum ekki tekið undir og vil ég sérstaklega draga fram þá línu sem við í Viðreisn höfum sett þegar kemur að börnum, þar eru okkar mörk. Þess vegna munum við í Viðreisn sitja hjá við þetta mál. Það er margt gott, eins og ég segi, í þessu máli sem við styðjum og það hefur verið ágætlega unnið en annað mætti betur fara. Viðreisn mun sitja hjá.