154. löggjafarþing — 123. fundur,  14. júní 2024.

útlendingar.

722. mál
[11:28]
Horfa

Birgir Þórarinsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ísland tekur hlutfallslega á móti flestum hælisleitendum í Evrópu. Ástæðan er veikt regluverk. Með frumvarpinu erum við að herða reglurnar og færa regluverkið í útlendingamálum til samræmis við nágrannalöndin. Meiri hluti landsmanna, eða 60%, telur að við tökum á móti of mörgum hælisleitendum. Í Suðurkjördæmi er þessi tala 80%. Þegar frumvarpið er orðið að lögum mun hælisleitendum fækka. Með frumvarpinu erum við að svara kalli almennings. Regluverkið í útlendingamálum verður að taka mið af fámenni þjóðarinnar. Ég styð heils hugar frumvarpið.