154. löggjafarþing — 123. fundur,  14. júní 2024.

útlendingar.

722. mál
[11:32]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Að sjálfsögðu mun umsóknum fækka eitthvað á næstunni. Það varð breyting á stöðu fólks frá Venesúela. Tölur um umsóknir munu lækka vegna þess. Það er ekki vegna þessara laga. Við skulum hafa það á hreinu þegar verið er að monta sig af því hvað þessar lagabreytingar munu gera. Þær munu ekki hafa þau áhrif sem er verið að segja varðandi fækkunina. Það sem þessi lög munu hins vegar gera er að minnka réttindi barna til fjölskyldusameiningar. Kannski eru þau ekki að brjóta á barnasáttmálanum en réttindi barna eru minni eftir þessa samþykkt. Það er það sem skiptir máli þegar við ýtum á atkvæðagreiðslutakkann hérna. — Verði ykkur að góðu.