154. löggjafarþing — 123. fundur,  14. júní 2024.

útlendingar.

722. mál
[11:34]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég er á þessari breytingartillögu. Hér er tilraun hjá Flokki fólksins að reyna að færa löggjöfina til fyrri vegar, reyna að vinda ofan af þeirri vitleysu sem átti sér stað 2016. Hún felst í því að það eigi að vísa á brott einstaklingum sem hafa framið alvarlega glæpi, eins og stríðsglæpamönnum sem eru hættulegir öryggi ríkisins. Þetta var áður í 3. mgr. 45. gr. laga um útlendinga frá 2002 og nákvæmlega sama ákvæði er í 2. mgr. 33. gr. flóttamannasamnings Sameinuðu þjóðanna frá 1951. Algerlega í samræmi við þjóðréttarskuldbindingar Íslands. — Ég segi já.