154. löggjafarþing — 123. fundur,  14. júní 2024.

útlendingar.

722. mál
[11:37]
Horfa

dómsmálaráðherra (Guðrún Hafsteinsdóttir) (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka þingmönnum Flokks fólksins fyrir að styðja þá fyrirætlun mína að vilja setja í lög ákvæði sem sviptir flóttamann dvalarleyfi sem gerst hefur uppvís um alvarlegan glæp á Íslandi. Það er grundvallarskilyrði að þau sem hingað koma fari að íslenskum lögum. Breytingartillaga þessi nær því miður ekki þeim markmiðum sem hún á að ná af lagatæknilegum ástæðum. Breytingartillaga Flokks fólksins tekur í engu tilliti til afturköllunar alþjóðlegrar verndar en það er grundvallaratriði í þessu samhengi. Af þeim sökum er tillagan ótæk og því greiði ég atkvæði gegn henni.