154. löggjafarþing — 123. fundur,  14. júní 2024.

útlendingar.

722. mál
[11:39]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Hæstv. dómsmálaráðherra hefur boðað breytingar á útlendingalögum er lúta að þessum þætti. Það frumvarp sem við erum með hér í höndunum í dag og greiðum atkvæði um hefur verið rætt á yfir 20 fundum í allsherjar- og menntamálanefnd. Við höfum fengið um 23 umsagnir og rætt við fjölda sérfræðinga. Sú breytingartillaga sem hér birtist okkur um miðjan dag í gær hefur ekki fengið neina umræðu í nefndinni. Hugmyndin kann að vera góð en lagatæknilega gengur hún ekki upp að mati ráðuneytisins. Við skulum vinna áfram með þessa hugmynd en þegar kemur að því að breyta lögum um jafn mikilvægan og viðkvæman málaflokk og útlendingalögin eru þá verðum við að vanda til verka. Ég segi nei við þessari tillögu.