154. löggjafarþing — 123. fundur,  14. júní 2024.

útlendingar.

722. mál
[11:40]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P):

Forseti. Í lok 2. umræðu greiddum við atkvæði sérstaklega um önnur ákvæði þessa frumvarps. Þess er ekki kostur hér í 3. umræðu. Hins vegar snýr þessi breytingartillaga að ákvæðinu um fjölskyldusameiningu í þessu frumvarpi og kemur hún í raun í kjölfarið á ítrekaðri umsögn umboðsmanns barna um að þetta gangi augljóslega gegn hagsmunum barna og markmiðum barnasáttmálans sem við höfum löggilt. Ég bið þing og þjóð að taka sérstaklega eftir því hvernig fólk greiðir atkvæði um þessa breytingartillögu þar sem við erum að leggja til að fallið verði frá hugmyndum um að skerða rétt barna til þess að sameinast foreldrum sínum, barna sem mögulega búa við hættuástand þar sem þau eru stödd.