139. löggjafarþing — 123. fundur,  12. maí 2011.

tilkynning um dagskrá.

[10:31]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill geta þess að atkvæðagreiðsla verður að loknum óundirbúnum fyrirspurnatíma. Þá fer fram umræða utan dagskrár um stöðu minni og meðalstórra fyrirtækja. Málshefjandi er hv. þm. Einar K. Guðfinnsson. Hæstv. efnahags- og viðskiptaráðherra Árni Páll Árnason verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 2. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.

Hlé verður gert á fundum milli kl. 1 og 2 í dag.