139. löggjafarþing — 123. fundur,  12. maí 2011.

rannsókn á athöfnum þingmanna í tengslum við búsáhaldabyltinguna í janúar 2009.

209. mál
[17:14]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Ég vil ítreka það eins og mun væntanlega heyrast af ræðu og tilsvörum þingmannsins að í sömu andrá og hann talar um ofbeldi gagnvart fólki talar hann um ofbeldi gagnvart húsinu. Ég skil ekki alveg hvernig hann getur þvegið hendur sínar af því að hafa haft þau ummæli uppi. Það sem mér finnst kannski alvarlegast, langalvarlegast, er að þingmaðurinn ber það á annan þingmann hér inni að hún hafi stuðlað og hvatt til ofbeldis. Mig langar til að hv. þingmaður rökstyðji það og komi með dæmi um það og sannanir ef hann er með svona alvarlegar ásakanir á hendur öðrum þingmanni.