154. löggjafarþing — 123. fundur,  14. júní 2024.

útlendingar.

722. mál
[11:12]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við í Samfylkingunni höfum stutt meginmarkmið frumvarpsins um skilvirkni, mannúð og samræmingu við Evrópu og Norðurlöndin. Við styðjum einstök efnisatriði þess sem fela í sér breytingar í rétta átt en önnur atriði í frumvarpinu hefðum við viljað útfæra með öðrum hætti og lögðum raunar fram breytingartillögur við 2. umræðu þar að lútandi. Samfylkingin leggst gegn takmörkunum á rétti til fjölskyldusameiningar flóttafólks og því munum við ekki greiða atkvæði með frumvarpinu.