154. löggjafarþing — 123. fundur,  14. júní 2024.

útlendingar.

722. mál
[11:12]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér greiðum við atkvæði um mikilvægt mál er lýtur að því að færa útlendingalöggjöf hér á Íslandi nær því sem þekkist á hinum Norðurlöndunum. Öflugt fjölmenningarsamfélag er þar sem allir fá notið sín, standa jöfnum fæti og eru virkir þátttakendur í samfélaginu. Þetta frumvarp og aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda vinnur einmitt að því markmiði.